Vetrarríki

IMG_9105Þá er nýtt ár gengið í garð. Vetur konungur hefur svo sannarlega minnt á sig að undanförnu með miklu  hvassviðri og úrkomu í ýmsu formi. Einn og einn góður dagur kemur þó á milli og þá var tekin þessi fallega mynd í einum uppeldisreitanna.

Myndarlegt hestfolald

!cid_16d2ca2a6493df211e78Þetta myndarlega hestfolald stillti  sér upp fyrir ljósmyndarann. Folaldið er undan Gjólu frá Kjarri og Sólon frá Skáney.