Óflokkað

Myndarlegt hestfolald

!cid_16d2ca2a6493df211e78Þetta myndarlega hestfolald stillti  sér upp fyrir ljósmyndarann. Folaldið er undan Gjólu frá Kjarri og Sólon frá Skáney.

Gleðilegt ár

IMG_6834Það hefur verið rólegt yfir hestamennskunni yfir hátíðarnar en brátt fer allt í fullan gang. Þessar myndir voru teknar af stóðinu góðviðrisdaginn 21. desember síðastliðinn.  Lesa meira

Opnunartími 7.-8. júlí

IMG_5838Dagana 7. og 8. júlí verður plöntusalan einungis opin á laugardaginn frá kl. 10.00 – 14.00  Lokað sunnudaginn 8. júlí.

Reynitegundir

IMG_9112Reynitegundirnar blómstra ríkulega þetta sumarið hvítum eða bleikum blómum. Til er úrval fallegra trjáa. Má þar nefna rósareynir, rúbínreyni, kasmírreyni, gráreyni, alpareynir og fl. og fl. . Fimm tegundir í blóma taka á móti viðskiptavinum á hlaðinu. Lesa meira

Vetrarlegt um að litast

IMG_0271Jörðin var þakin nýföllnum snjó einn daginn í vikunni. Sitkaelriplönturnar tóku sig vel út snævi þaktar og ekki verða þær síðri í vor þegar þær laufgast. Þetta eru um l. metra háar plöntur, marggreinóttar og sterklegar, tilbúnar í sölu í vor.

Gleðilegt ár

img_2381Nýja árið heilsaði með eindæma veðurblíðu í dag. Hrossin voru sallaróleg þrátt fyrir hávaðasama nýársnótt og átu í rólegheitum.

Fjallarós

IMG_0399Fjallarós er harðgerður runni, 1-3 metra hár. Hún er vindþolin og dugleg við erfiðar aðstæður. Þessi bleiku blóm blöstu við hér í heimkeyrslunni um daginn þar sem hún gægðist undan víðirunna.

Stórstjarna fædd

Í rigningunni í gær kastaði Jónína sínu 18 folaldi. Stór stjarna var áberandi  úr fjarlægð en litinn tókst að greina í blíðunni í dag, móálótt er hún undan Álfarni frá Syðri-Gegnishólum.  Lesa meira

Drottning frá Kjarri

IS2013287001
Fífilbleik, stjörnótt
F. Stáli frá Kjarri
M. Hagsæld frá Kjarri

Kóngur frá Kjarri

IS2013187001
Móálóttur
F. Stáli frá Kjarri
M. Snoppa frá Kjarri

Sæla frá Kjarri

IS2013287003
Brún
F. Arion frá Eystra-Fróðholti
M. Jóna frá Kjarri

Nn frá Kjarri

IS2013187003
Brúnn
F. Stáli frá Kjarri
M. Auðna frá Kjarri

Grímur frá Kjarri

IS2013187005
Bleikálóttur
F. Stáli frá Kjarri
M. Harpa frá Laugarbökkum

Þruma frá Kjarri

IS2013287004
Grá, stjörnótt
F. Jarl frá Árbæjarhjáleigu
M. Stjarna frá Kjarri

Blásól frá Kjarri

IS2013287007
Móálóttvindótt, stjörnótt
F. Stáli frá Kjarri
M. Nunna frá Bræðrartungu

Vetrargræðlingar

Það er rólegt yfir öllu í garðyrkjustöðinni. Græðlingataka af ösp og víði er langt komin en ágætt er að vinna það verkefni á þessum árstíma. Lesa meira

Snælda frá Kjarri

SELD/SOLD
IS2013287005
Brúnnösótt, hringeygð
F. Kvistur frá Skagaströnd
M. Ferming frá Kjarri

Gustur frá Kjarri

IS2012187008
Ljósrauðstjörnóttur, glófextur
F. Þröstur frá Hvammi
M. Engilfín frá Kjarri
Lesa meira

Kjarnorka frá Kjarri

IS2012287001
Brún
F. Stáli frá Kjarri
M. Snoppa frá Kjarri

Blíða frá Kjarri

IS2011287002
Brún
F. Spói frá Kjarri
M. Engilfín frá Kjarri

Oddur frá Kjarri

IS2009187003
Fölrauður, stjörnóttur
F. Þóroddur frá Þóroddsstöðum
M. Nunna frá Bræðratungu

Lesa meira