Fréttir úr hrossaræktinni

Myndarlegt hestfolald

!cid_16d2ca2a6493df211e78Þetta myndarlega hestfolald stillti  sér upp fyrir ljósmyndarann. Folaldið er undan Gjólu frá Kjarri og Sólon frá Skáney.

Gleðilegt ár

IMG_6834Það hefur verið rólegt yfir hestamennskunni yfir hátíðarnar en brátt fer allt í fullan gang. Þessar myndir voru teknar af stóðinu góðviðrisdaginn 21. desember síðastliðinn.  Lesa meira

Selvogsferð

IMG_6207Myndirnar voru teknar í reiðtúr sem farinn var í Selvoginn á dögunum. Góður lærdómur fyrir tamningatryppin áður en þeim var sleppt í hausthaga. Lesa meira

Opið hús/Open house

IMG_5989Mánudaginn 9. júlí 2018 verður opið hús í hesthúsinu í Kjarri frá kl. 13.00-18.00. Höfðinginn Stáli frá Kjarri verður á staðnum og nokkrar ræktunarhryssur með folöldum sínum. Einnig verða í hesthúsinu söluhross á ýmsum stigum.
Heitt á könnunni, allir velkomnir! Lesa meira

Kynbótasýningar og fl.

IMG_5507Larissa Silja og Sólbjartur frá Kjarri tóku þátt í töltmóti í Pétursey á dögunum. Einkunin 6.73 og komust þau í B úrslit.  Flott par í fögru umhverfi.  Lesa meira

Vorið á næsta leiti

IMG_4349Ragna, Larissa og Helgi brugðu sér í reiðtúr á sumardaginn fyrsta. Reiðskjótarnir voru Bleik, Glófaxi og Bleikur, öll frá Kjarri. Lesa meira

Hitt og þetta

IMG_0322Það er alltaf gaman að smella af myndum á björtum sumardögum. Í Pétursey var haldið hestamót á dögunum, þar voru ekki bara fallegir hestar heldur var náttúrufegurðin einstök.  Lesa meira

Stáli

IMG_0270Stáli tekur að venju á móti hryssum í Kjarri í sumar. Hann verður fyrst um sinn á húsnotkun en verður síðan í girðingu. Upplýsingar veitir Helgi í síma 897-3318.

 

Í leik og starfi

IMG_5525Það er mikið um að vera í hestaheiminum þessa dagana, mót og sýningar hér og þar og svo þarf líka að bregða sér á bak hér heima í Kjarri. Lesa meira

Ragna og Heppni

IMG_1936Fyrsta vetrarmót Sleipnis var haldið 11. mars. Keppendur frá Kjarri náðu ágætum árangri. Ragna keppti í áhugamannaflokki á Heppni frá Kjarri og bar þar sigur úr býtum. Heppni er 7. vetra undan Nunnu frá Bræðratungu og Huginn frá Haga.

Útreiðar

IMG_0028Það ber fátt til tíðinda í hesthúsinu þessa dagana. Útreiðar og tamningar eru stundaðar af kappi og eru allmörg hross á jánum bæði ung og reyndari. Auður karlinn, fullorðinn reiðhestur bíður hér spenntur eftir að fá að éta. Lesa meira

Gleðilegt ár

img_2381Nýja árið heilsaði með eindæma veðurblíðu í dag. Hrossin voru sallaróleg þrátt fyrir hávaðasama nýársnótt og átu í rólegheitum.

Í haustblíðunni

img_1923Í góða veðrinu í dag var kíkt á folaldsmerarnar og smellt af nokkrum myndum. Hér má sjá Auðnu með brúna Stáladóttur.  Lesa meira

Máfur frá Kjarri

0158Máfur frá Kjarri  hlaut í kynbótadómi í vor 8.11 fyrir sköpulag og 8.62 fyrir  hæfileika. Aðaleinkunn 8.42.  Knapinn er Ólafur Andri Guðmundsson.  Lesa meira

Stáli í sæðingum

Stáli frá Kjarri8Stáli tekur á móti hryssum í Kjarri í sumar. Sæðingar hefjast um miðjan maí og mun Páll Stefánsson, dýralæknir, sjá um þá vinnu að venju. Sæðingar verða í gangi fram í júní en eftir það verður Stáli í girðingu hér í Kjarri. Upplýsingar veitir Helgi í síma 897 3318

Fyrstu folöldin

IMG_9066Það er alltaf gaman þegar hryssurnar kasta. Engilfín var fyrst þetta vorið og eignaðist þennan myndarlega mósótta hest. Helga leist vel á gripinn og hafði á orði að þennan myndi hann temja og hafa sem smalahest í ellinni. Lesa meira

Vetrarmyndir

IMG_8272Myndirnar voru teknar á góðviðrisdegi þegar snjór var ennþá yfir öllu. Hryssurnar og trippin voru sælleg í veðurblíðunni og vildu sum hver gjarnan komast á mynd.  Lesa meira

Heppni

IMG_8217Helgi brá sér á Furuflísar-vetrarleika Sleipnis sem haldnir voru á Brávöllum 5. mars. Með í för hafði Helgi brúna, hryssu á 6. vetur,  Heppni frá Kjarri. Þau komu heim með silfurpening eftir skemmtilega keppni í opnum flokki.

Lesa meira

Tamningatrippi

IMG_8008Páfi frá Kjarr er á fjórða vetri undan Nunnu frá Bræðratungu og Tinna frá Kjarri. Hann er í tamningu hjá Ingunni Birnu í Kálfholti.  Lesa meira

Vetrarstörfin

IMG_7576Vetrarstarfið fer vel af stað og eru 16 hross á járnum hér í Kjarri. Nokkur tamningatrippi en önnur eldri og lífsreyndari. Það hefur komið sér vel að hafa inniaðstöðuna það sem af er vetri því veður hafa oft verið válynd.  Lesa meira

Stjarna hlýtur heiðursverðlaun

minniÁ myndinni hér til hliðar má sjá Helga og Helgu, eigendur Stjörnu, og Garðar, ræktandi hennar taka við verðlaunum úr höndum Sveins Steinarssonar á ráðstefnunni Hrossarækt sem haldin var í Sprettshöllinni 7. nóvember.  Lesa meira

Heimsókn Loga og Smárafélaga

IMG_7319Föstudaginn 30. október voru æskulýðsnefndir Loga og Smára í fræðslu- og skemmtiferð með unga fólkið og einnig höfðu nokkrir eldri slegist með í för. Hópurinn kíkti við hér í Kjarri. Nokkrir fengu að bregða sér á bak Stála en aðrir buðu Blika upp á kleinur.

Takk fyrir heimsóknina, Loga- og Smárafélagar. Lesa meira

Haustdagur

IMG_7097Stjarna og Engilfín létu ekki raska ró sinni þótt teknar væru nokkrar myndir í haustblíðunni.

Folöldunum fannst heimsóknin hinsvegar áhugaverðari. Lesa meira

Íslandsmót

11759071_10206232086415120_1767483482_nEggert gerði góða ferð á Íslandsmótið sem haldið var á svæði hestamannafélagsins Spretts. Hann fór með Spóa í fimmgang og komust þeir í B-úrslit þar sem þeir enduðu í 8. sæti. Eggert og Stúfur fóru lengri leiðina í A-úrslitin en þeir unnu sig upp úr B-úrslitum og enduðu í 2. sæti með einkunnina 7,61. Það var virkilega gaman að fylgjast með þeim félögunum og sjá hvað þeir hafa tekið miklum framförum síðan í vetur.

Hestamót og folöld

IMG_5904Það er búið að vera mikið um að vera síðustu viku. Eggert og Stúfur tóku þátt í Íþróttamóti Spretts sem var einnig úrtaka fyrir Heimsmeistaramótið í Herning. Þeim félögum gekk mjög vel þó þeir hafi ekki náð í landsliðið að þessu sinni en þeir enduðu í öðru sæti í töltúrslitum með 7.22.  Lesa meira

Stáli í sæðingum

IMG_4922Stáli tekur á móti hryssum í Kjarri í sumar. Sæðingar eru  hafnar og annast Páll Stefánsson, dýralæknir þá vinnu að venju. Sæðingar verða í gangi í júní en eftir það verður Stáli í girðingu hér í Kjarri. Upplýsingar veitir Helgi í síma 897 3318 Lesa meira

Eggert í úrslitum á Reykjavíkurmeistramóti

IMG_5153Eggert Helgason tók þátt í Reykjavíkurmeistaramóti í vikunni. Hann keppti í tölti á Stúfi frá Kjarri og urðu þeir félagar í 3 sæti í ungmennaflokki. Eggert keppti einnig í fimmgangi á Spóa og fóru þeir lengri leiðina, fyrst í B úrslit og urðu síðan í 2 sæti í A úrslitum.  Lesa meira

Fyrstu folöldin

IMG_4931Það fjölgaði í hrossastofninum 27. apríl  hér á bæ. Snoppa og Hagsæld voru báðar kastaðar þennan morgun. Hagsæld kom með bleikstjörnótta hryssu og Snoppa brúna, báðar undan Stála.  Lesa meira

Stúfur og Sólargeisli

961514_10205601926080282_2102533360_nSólargeisli er í þjálfun hjá Ragnheiði Samúelsdóttur. Myndin er tekin á Dymbilvikusýningu sem haldin var í reiðhöll Spretts nú á dögunum. Einnig eru hér myndir af Stúfi og Eggert á vetrarmóti Sleipnis sem haldið var 18. apríl. Lesa meira

Bomba frá Kjarri

IMG_4544Bomba frá Kjarri er á fjórða vetri, undan Snoppu frá Kjarri og Ægi frá Litla-Landi. Hún er í tamningu hjá Ingunni Birnu Ingólfsdóttur tamningamanni í Kálfholti. Bomba er bráðefnileg, léttstíg og hreyfingarfalleg.

Vetrarstarfið

IMG_4153Það má með sanni segja að tíðarfarið sé þreytandi á köflum, vindurinn er alltaf að flýta sér og oft leiðinda reiðfæri. Það er gott að geta nýtt sér reiðskemmuna þennan veturinn og hafa tamningar gengið með ágætum. Hér er Eggert á Sólbjarti á vetrarmóti Sleipnis. Lesa meira

Máfur

IMG_3818Máfur er á fjórða vetri undan Stjörnu frá Kjarri og Stála. Hann er nú í tamningu hjá Bylgju Gauksdóttur. Máfur er stór og myndarlegur á velli. Lesa meira

Myndir frá árinu 2014

IMG_9694Hér eru nokkrar myndir frá síðasta ári. Til hliðar er Ragna með hryssuna sína Engilfín og Andvara undan Konsert frá Korpu.

Lesa meira

Heimsókn í hesthúsið

IMG_3077Á dögunum kom í heimsókn ung, upprennandi hestakona sem vildi ólm fara á hestbak. Katla Björk vildi gjarnan prófa Tinna og fór vel á með þeim. Gaman var að sjá hve traustið var gagnkvæmt milli þeirra og skemmti Katla sér konunglega. Lesa meira

Stórstjarna

IMG_2967Stórstjarna fór um léttstíg og reist þegar verið var að flytja þær mæðgur á milli stykkja. Stórstjarna er undan Jónínu frá Hala og Álfarni frá Syðri-Gegnishólum. Lesa meira

Ungviðið

IMG_2145Við tókum okkur göngutúr um daginn og kíktum á folöldin og ungu stóðhestana og tókum nokkrar myndir. Folöldin voru forvitin og áhugasöm um okkur en eru kannski ekki bestu fyrirsæturnar enda feit og loðin á þessum árstíma. Stóðhestarnir keppast einnig um athyglina í hvert sinn sem við komum. Það er alltaf gaman að skoða ungviðið og velta fyrir sér hvort þar leynist einhverjar vonarstjörnur. Lesa meira

Íslandsmót

IMG_0578Ragna og Eggert skelltu sér á Íslandsmótið sem haldið var fyrir nokkru. Eggert fór með Stúf í tölt og stóðu þeir kappar sig vel, lentu í 17. sæti með 6,37 sem verður að teljast nokkuð gott þar sem þetta var fyrsta alvöru töltkeppnin hjá þeim. Ragna og Maríuerla þreyttu sína frumraun í fimmgangi en skeiðsýningin mistókst og einkunnin eftir því. Lesa meira

Landsmóti lokið

Þá er landsmóti 2014 á Gaddstaðaflötum lokið og lífið farið að ganga sinn vanagang. Þar var Stáli sýndur til heiðursverðlauna fyrir afkvæmi og tók öll fjölskyldan sem staðsett var á landinu þátt. Eggert var á Stúfi frá Kjarri, Helga á Bleik frá Kjarri og Ragna reið Aski frá Laugamýri. Helgi kom svo með Stála í taumi og tók á móti viðurkenningunni. Sýningin gekk vel í alla staði og viljum við þakka öllum sem að henni komu og hjálpuðu til við að gera þennan dag ógleymanlegan. Lesa meira

Folaldavaktin búin

Nú eru öll folöld fædd í Kjarri þetta árið. Stjarna kom með gullfallegan rauðglófextan hest undan Stála og Engilbrá kom með brúna meri undan Konsert frá Korpu. Skerpla kastaði einnig sínu fyrsta folaldi og kom með litla mósótta meri undan Jóni frá Kjarri. Lesa meira

Stáli hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi

Eftir nokkra bið eftir nýju kynbótamati kom í ljós að Stáli hélt sínum 121 stigum og verður því sýndur til heiðursverðlauna fyrir afkvæmi á komandi landsmóti. Hann er í 2. sæti á eftir Vilmundi frá Feti sem hlýtur Sleipnisbikarinn í ár. Það þarf vart að nefna að fjölskyldan í Kjarri er í skýjunum yfir þessum árangri.  Lesa meira

Eggert og Ragna komin á Landsmót

Eggert og Ragna gerðu góða ferð á Selfoss um síðustu helgi og náðu sér bæði í Landsmótsfarmiða á sameiginlegri úrtöku Sleipnis, Ljúfs og Háfeta. Ragna átti ágæta sýningu en margt má bæta hjá henni og Maríuerlu en Eggert og Stúfur stóðu sig vel. Þeir fengu 8,28 í forkeppni og urðu svo í 2. sæti í úrslitum með 8,49. Lesa meira

Fleiri folaldafréttir

Mikið hefur verið að gera á folaldavaktinni undanfarið en við hafa bæst fjórar merar og einn hestur. Langt er síðan að hlutfallið hefur verið svona gott en undanfarin ár hafa hestfolöldin verið í miklum meirihluta. Enn eiga þó eftir að kasta þrjár merar. Lesa meira

Stórstjarna fædd

Í rigningunni í gær kastaði Jónína sínu 18 folaldi. Stór stjarna var áberandi  úr fjarlægð en litinn tókst að greina í blíðunni í dag, móálótt er hún undan Álfarni frá Syðri-Gegnishólum.  Lesa meira

Sólbjartur

Sólbjartur frá Kjarri er 4. vetra, albróðir Sólargeisla en Ragna á þessa myndarlegu, móvindóttu bræður báða. Sólbjartur hefur verið í tamningu hjá Birnu og Sigga Óla í Fákshólum í vetur.  Lesa meira

Sólargeisli

Sólargeisli er á fimmta vetri, móvindóttur, stór og myndarlegur. Hann er úr heimaræktun  undan Bláskjá og Engilfín. Eigandinn, Ragna er hér að taka út tamninguna á góðviðrisdegi.   Lesa meira

Sörlafélagar í heimsókn

Í dag kíktu Sörlafélagar úr Hafnarfirði í heimsókn í hesthúsið. Þeir voru í árvissri kynbótaferð og nú lá leiðin austur í sveitir. Gestirnir tóku út hesta- og húsakost í Kjarri og Ragna og Eggert brugðu sér á bak og sýndu reiðhesta sína. Þetta var ángæjuleg morgunstund, takk fyrir komuna Sörlafélagar.  Lesa meira

Sprengja

Sprengja frá Kjarri er á fimmta vetur undan Snoppu og Stála. Hún var sýnd síðastliðið vor og fékk þá í aðaleinkunn 7,75. Bylgja Gauksdóttir þjálfar Sprengju eins og síðastliðinn vetur og er hún í miklu uppáhaldi hjá Bylgju. Það verður gaman að fylgjast með þeim stöllum fram á sumar.

 

Fréttir úr hesthúsinu

Þessar myndir voru teknar af Heppni frá Kjarri þegar fjölskyldan tók út tamninguna hjá Janusi Eiríkssyni. Heppni hefur verið í tamningu hjá Janusi í vetur. Hún er á 4 vetri undan Nunnu frá Bræðratungu og Huginn frá Haga. Janus lét vel af gripnum, hún kemur vel til, er léttstíg og flugviljug. Lesa meira

Reiðhöllin tilbúin

25. janúar var reiðhöllin tilbúin, fullfrágengin að utan og innan.  Byggingin er límtréshús frá Límtré/Vírnet  16 x 40 m að stærð.  Framkvæmdir hafa gengið hratt og vel en fyrsta skóflustungan var tekin 5. október. Lesa meira