Fréttir úr hrossaræktinni

Reiðhöllin risin

Þá er höllin risin. Eftir barning við vind, éljagang og snjókomu tókst að reisa og loka höllinni rétt fyrir jól. Rafmagnið er komið en gólfið þarf að þiðna og þorna áður en hægt er að ganga frá því endanlega. Ýmis frágangur er eftir en vonandi verður höllin komið í gagnið um miðjan janúar.

Reiðhallarbygging

Í norðan næðingi og illviðri hér undir Ingólfsfjalli hefur fjölsylduna í Kjarri oft dreymt um notalega inniaðstöðu til þjálfunar á hrossum. Í ágúst var tekin sú ákvörðun að láta þennan draum rætast og var fyrsta skóflustungan að reiðhallarbyggingu tekin 5. október.


Lesa meira

Haustdagar

Fátt ber til tíðinda í hestamennskunni í Kjarri þessa dagana. Þó er búið er að taka inn nokkur hross og til stendur að taka inn fleiri á næstu dögum.Trippin voru rekin heim um daginn og vildi Glófaxi ólmur fá smá athygli. Glófaxi  er á öðrum vetri undan Engilbrá og Bláskjá. Hann er litfallegur, rólegur og yfirvegaður og vill gjarnan spjalla þegar tækifæri gefst.

Féð sótt af fjalli

Smalamennskur í Ölfusi fóru fram um síðustu helgi í blíðskaparveðri. Það smalaðist mjög vel og fengum við allar okkar kindur nema eina. Alltaf er gaman að fá kindurnar heim, skoða lömbin og gleðja þær með nokkrum brauðbitum. Við reyndum einu sinni að gefa þeim grænmeti og kál en það leist þeim ekkert á! Lesa meira

Maríuerla í 1. verðlaun

Maríuerla frá Kjarri fór í 1. verðlaun á Miðsumarssýningunni á Gaddstaðaflötum sem haldin var fyrir nokkrum dögum. Hún er 5. vetra undan Þóroddi frá Þóroddsstöðum og Stjörnu frá Kjarri. Lesa meira

Sæðingar í gangi

Stáli nýtur vinsælda nú sem aldrei fyrr og ganga sæðingar vel. Stefnt er að því að sæðingar verði í gangi langleiðina út júlí en þá verður Stála sleppt í girðingu í Kjarri. Lesa meira

Draumurinn rættist

Það má með sanni segja að einn af draumum fjölskyldunnar hafi ræst í gær. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að reyna að fá meri undan Stála og Nunnu frá  Bræðratungu. Loksins var heppnin með okkur en úti í mýri fannst gullfalleg vindótt stjörnótt meri sem hefur hlotið nafnið Blásól. Lesa meira

Hitt og þetta

Ragna sýndi á dögunum Skerplu frá Kjarri í kynbótadómi. Heilmikil áskorun fyrir Rögnu en þær stöllur þekkjast vel og leystu verkefnið vel af hendi og fengu 8,19 í aðaleinkunn, 8,30 fyrir hæfileika og 8,02 fyrir byggingu. Sannkallaður gleðidagur í Kjarri og virkilega gaman að fylgjast með þeim í kynbótabrautinni. Lesa meira

Gleðilegt sumar

Fjölskyldan í Kjarri fékk heldur betur ánægjulega sumargjöf. Búið var að bíða eftir að Hagsæld kastaði en hún missti á síðasta ári folaldið sitt í köstun og því fannst okkur réttast að vakta hana. Hagsæld var farin að haga sér undarlega í gærkvöldi og því var ákveðið að skiptast á að fylgjast með henni yfir nóttina. Að sjálfsögðu kastaði Hagsæld á vaktaskiptum og í tungsljósinu rúmlega þrjú fann Helga bleikstjörnótta hryssu sem fengið hefur nafnið Drottning. Lesa meira

Á líðandi stundu

Hópur áhugasamra ræktenda frá Þýskalandi kom í heimsókn til  okkar á páskadag.  Hópurinn var búinn að heimsækja mörg hrossaræktarbú bæði norðan og sunnan heiða. Það var gaman að fá þetta áhugasama fólk í heimsókn og sýna því hvað hér er verið að gera og að sjálfsögðu vildu þau láta taka mynd af sér með Stála sjálfum. Lesa meira

Stáli í sæðingum sumarið 2013

Stáli verður til afnota í Kjarri sumarið 2013. Hann verður í sæðingum frá því í byrjun maí  og fram í júlí og mun Páll Stefánsson annast sæðingarnar. Eftir það verður Stáli í girðingu í Kjarri.

Verð fyrir fengna hryssu er kr. 190.000 með VSK og sæðingarkostnaði eða girðingargjaldi.

Nánari upplýsingar gefur Helgi í síma 897-3318 eða kjarr@islandia.is Lesa meira

Vetrarmót í Eldhestahöllinni

Annað vetrarmót Ljúfs og Háfeta var haldið í reiðhöllinni hjá Eldhestum 2. mars.  Hátt í þrjátíu keppendur tóku þátt í mótinu á öllum aldri og einnig var ágætlega mætt í áhorfendastúkuna. Þetta er fyrsta mótið sem haldið er í Eldhestahöllinni og tókst það vel enda öll aðstaða hjá Eldhestum til fyrirmyndar. Lesa meira

Vetrarmót

Vetrarleikar FSu fóru fram á Sleipnisvellinum 27. febrúar en þá standa nemendur á hestabraut Fsu fyrir töltkeppni.  Uppákoman er orðinn fastur liður í skólastarfinu í tengslum við Káta daga í skólanum. Keppnin fer fram með frjálslegu sniði, riðið er hægt tölt og fegurðartölt, þrír í hverju holli og úr hópnum valdir átta sem keppa síðan til úrslita. Eggert keppti á Spóa og nældi sér í bikarinn vinsæla. Lesa meira

Stúfur, Spói og Jón

Eggert og Ragna brugðu sér á bak Stúfi og Spóa einn rokdaginn um daginn og náðust þá þessar skemmtulegu myndir. Stúfur er á 5 vetur undan Nunnu og Stála og Rögnu finnst hann „bestur“ en Spói er undan Stjörnu og Stála og Eggert heldur honum fyrir sig.

Lesa meira

Í hesthúsinu

Tamningar og útreiðar eru komnar býsna vel á skrið og eru 14 hross á járnum í húsinu. Þetta eru hross á misjöfnu stigi tamningar, hryssur, geldingar og stóðhestar. Lesa meira

Skemmtiferð

Hrafnkell  á Hrauni bauð okkur hjónum í  úttektarferð á tamningatrippum sem hann á í tamningu hjá Ragnheiði Samúelsdóttur og Jóhanni Ragnarssyni. Í þeim hópi eru tvær hryssur á fjórða vetri frá Kjarri þær Þota og Tildra báðar undan Stála en mæðurnar eru Auðna og Stjarna. Lesa meira

Haustdagar

Nú er að koma líf í hestamennskuna aftur. Eftir hefðbundin þrif og málningavinnu í hesthúsinu voru tekin inn hross og nú er orðið hægt að bregða sér á bak. Það er alltaf jafn gaman að taka trippin inn að hausti og fylgjast með hvernig þau fara af stað í tamningu. Lesa meira

Smalamennskur

Afréttur Ölfusinga var smalaður um síðustu helgi og tókum við þátt í því að venju. Á laugardegi var smalað svæðið umhverfis Kolviðarhól, Húsmúlinn, Engi- og Marardalur og heiðin milli Hengils og Lyklafells. Réttað er á Kolviðarhóli og féð keyrt til síns heima. Lesa meira

Hestaferð í Selvoginn

Í síðustu viku var slegist í för með Friðriki Þórarinssyni og riðið út í Selvog. Farið var af stað frá Núpum og riðið að Breiðabólstað þar sem hrossin voru geymd yfir nóttina. Lesa meira

Rólegt á hestadeildinni

Eggert og Ragna brugðu sér á Geysismót um daginn. Eggert keppti í tölti á Spóa og Ragna í ungmennaflokki á Skerplu og Bleik. Þessar myndir voru teknar á Gaddstaðaflötum. Lesa meira

Stáli komin í girðingu

13. júlí var Stála sleppt í girðingu hér í Kjarri en hann hefur verið í sæðingum síðastliðna tvo mánuði. Fullbókað er í girðingunguna hjá Stála í sumar og komast því miður færri að en vilja. Lesa meira

Afkvæmi Stála stóðu sig vel á landsmótinu

Mónika frá Miðfelli

Á Landsmótinu í Reykjavík voru sýnd 10 afkvæmi Stála. Sérstaka athygli vöktu fjögra vetra hryssurnar Pála, Hnit og Mónika, allt úrvalshryssur og hlaut Mónika m.a. 9.5 fyrir tölt. Lesa meira

Stáli nýtur vinsælda

Aðsókn undir Stála hefur verið með eindæmum góð og sæðingar ganga vel.  Af 31 hryssum sem sónaðar hafa verið eru 27   fengnar. Sæðingar verða í gangi fram yfir Landsmót. Lesa meira

Annir á hestadeildinni

Mikið var um að vera um síðustu helgi á mörgum vígstöðvum. Ragna útskrifaðist úr MR á föstudeginum og eftir athöfnina var hún og Bleikur mynduð í bak og fyrir í sparibúningi. Lesa meira

Fjögur folöld á tveimur dögum

Í gærmorgun voru þrjár hryssur kastaðar í stóðinu þegar út var komið. Jónína stóð stolt með brúnan hest undan Sæ frá Bakkakoti, Engilfín með ljósrauðstjörnóttan hest undan Þresti frá Hvammi og Jóna með frumburð sinn, rauðstjörnótta hryssu undan Kiljan frá Steinnesi. Lesa meira

Annað folald ársins

Engilráð var köstuð í morgun rauðskjóttum hesti undan Bláskjá frá Kjarri.  Sá skjótti var óstyrkur á sínum löngu fótum til að byrja með en braggaðist fljótt í góða veðrinu.  Spurning hvort hann heldur þessum fallega lit eða verður gráskjóttur. Lesa meira

Fyrsta folald ársins

Í morgun var Snoppa köstuð, brúnni, stórri og fallegri hryssu undan Stála. Hún hefur nú þegar fengið nafnið Saga en heimasætan sá hana út um bílgluggann á leið sinni í sögupróf. Lesa meira

Stáli í sæðingum

Stáli verður til afnota í Kjarri sumarið 2012.   Stáli verður í sæðingum frá miðjum maí til júníloka  og mun Páll Stefánsson, dýralæknir annast sæðingarnar.   Eftir það verður Stáli í girðingu í Kjarri.  Lesa meira

Ný heimasíða

Loksins er heimasíðan www.kjarr.is  orðin að veruleika. Það hefur lengi staðið til að tvinna saman upplýsingar um starfsemina í Kjarri. Með hjálp Sigurðar Sigbjörnssonar, grafísks hönnuðar lítur þetta nú dagsins ljós. Lesa meira