Fréttir úr gróðrarstöð

Vetrarríki

IMG_9105Þá er nýtt ár gengið í garð. Vetur konungur hefur svo sannarlega minnt á sig að undanförnu með miklu  hvassviðri og úrkomu í ýmsu formi. Einn og einn góður dagur kemur þó á milli og þá var tekin þessi fallega mynd í einum uppeldisreitanna.

Gleðileg jól

IMG_9096Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða.

Fjölskyldan Kjarri

Jólatré

Á haustin eru alltaf tekin upp nokkur grenitré sem sett eru í potta. Þessi tré henta vel sem jólatré en hægt er að nota þau bæði innanhúss og utandyra. Margir kjósa að kaupa sér jólatré með framhaldslíf. Lesa meira

Gjafabréf

IMG_0279Kæru viðskiptavinir

Gjafabréfin njóta alltaf vinsælda, góð gjöf sem hægt er að gefa við ýmis tækifæri.

Hafið samband við Helgu s. 846-9776 eða sendið póst á kjarr@islandia.is.

Haustgróðursetning

IMG_6358Það er góður kostur að gróðursetja tré og runna að haustinu. Á þeim tíma þarf yfirleitt ekki að hafa áhyggjur af vökvun, plöntunni er komið fyrir á sínum stað þar sem hún vaknar til lífsins að vori og getur hafið rótarvöxt um leið og jörð þiðnar. Lesa meira

Gleðilegt sumar

IMG_7500Plöntusala er hafin og komin eru sýnishorn af flestum tegundum trjáa og runna á sölusvæðið. Opið um helgina frá 10:00-16:00.

Gjafabréf

IMG_0279Kæru viðskiptavinir

Gjafabréfin njóta alltaf vinsælda, góð gjöf sem hægt er að gefa við ýmis tækifæri.

Hafið samband við Helgu s. 846-9776 eða sendið póst á kjarr@islandia.is.

Haustgróðursetning

IMG_6358Það er góður kostur að gróðursetja tré og runna að haustinu. Á þeim tíma þarf yfirleitt ekki að hafa áhyggjur af vökvun, plöntunni er komið fyrir á sínum stað þar sem hún vaknar til lífsins að vori og getur hafið rótarvöxt um leið og jörð þiðnar. Lesa meira

Nýtum vætuna til gróðursetningar

Það er um að gera að nýta vætutíðina til gróðursetningar, engar vökvunaráhyggjur. Í boði eru ótal tegundir trjáa og runna í ýmsum stærðum. Opið helgina 14.-15 júlí frá 10.00-16.00

 

Opnunartími 7.-8. júlí

IMG_5838Dagana 7. og 8. júlí verður plöntusalan einungis opin á laugardaginn frá kl. 10.00 – 14.00  Lokað sunnudaginn 8. júlí.

Alaskaösp ´Keisari’

IMG_5261Alaskaösp ‘Keisari’ hefur orð á sér fyrir að vera harðgerð og vindþolin.  Hún lætur sjávarseltu lítið á sig fá og vex ágætlega við sjávarsíðuna.  Til sölu eru plöntur í ýmsum stærðum.  Lesa meira

Plöntusala hafin

32416429_10214479122564646_3381042257351147520_nPlöntusala er hafin og komin eru sýnishorn af flestum tegundum á svæðið. Þar kennir ýmissa grasa, verið velkomin.

Gleðilegt sumar

IMG_4374Töfratréð í fullum blóma minnir á að vorið er á næsta leiti. Þessi planta gleður svo sannarlega augað snemma vors. Vonandi verður tíðarfarið gróðrinum hliðhollt þetta vorið en allt er að vakna til lífsins í góðviðrinu þessa dagana.

Haustgróðursetning

IMG_2378Það er góður kostur að gróðursetja tré og runna að haustinu. Á þeim tíma þarf yfirleitt ekki að hafa áhyggjur af vökvun, plöntunni er komið fyrir á sínum stað þar sem hún vaknar til lífsins að vori og getur hafið rótarvöxt um leið og jörð þiðnar. Lesa meira

Mikil gróska í gróðrinum

IMG_0782Það er mikil gróska í öllum gróðri og tíðarfar  er hagstætt til gróðursetningar. Margar tegundir eru í blóma þessa dagana og gaman að ganga um sölusvæðið og líta dýrðina augum. Lesa meira

Reynitegundir

IMG_9112Reynitegundirnar blómstra ríkulega þetta sumarið hvítum eða bleikum blómum. Til er úrval fallegra trjáa. Má þar nefna rósareynir, rúbínreyni, kasmírreyni, gráreyni, alpareynir og fl. og fl. . Fimm tegundir í blóma taka á móti viðskiptavinum á hlaðinu. Lesa meira

Tré og runnar í úrvali

IMG_8167Sýningarsvæðið er hlaðið trjám og runnum af  ýmsum stærðum og gerðum.  Opið um hvítasunnuhelgina frá 10.00 til 17.00 Lesa meira

Plöntusala hafin

IMG_6799Kæru viðskiptavinir.

Komin eru sýnishorn af flestum tegundum á sölusvæðið. Úrval af trjám og runnum, stórum og smáum. Sjón er sögu ríkari.

Sígrænar tegundir lífga upp á tilveruna

IMG_5550Yfirvetrunarreitirnir voru opnaðir á dögunum en í þeim eru geymdar sígrænar plöntur og viðkvæmari tegundir yfir veturinn. Plönturnar virðast koma vel undan vetri, fagurgrænar og fallegar eins og sjá má á dvergfurunni hér á myndinni.  Lesa meira

Vetrarlegt um að litast

IMG_0271Jörðin var þakin nýföllnum snjó einn daginn í vikunni. Sitkaelriplönturnar tóku sig vel út snævi þaktar og ekki verða þær síðri í vor þegar þær laufgast. Þetta eru um l. metra háar plöntur, marggreinóttar og sterklegar, tilbúnar í sölu í vor.

Gleðileg jól

15696320_10210794108507347_2078530348_oÓskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða.

Fjölskyldan Kjarri Lesa meira

Haustgróðursetning

IMG_2378Það er góður kostur að gróðursetja tré og runna að haustinu. Á þeim tíma þarf yfirleitt ekki að hafa áhyggjur af vökvun, plöntunni er komið fyrir á sínum stað þar sem hún vaknar til lífsins að vori og getur hafið rótarvöxt um leið og jörð þiðnar. Lesa meira

Fjallarós

IMG_0399Fjallarós er harðgerður runni, 1-3 metra hár. Hún er vindþolin og dugleg við erfiðar aðstæður. Þessi bleiku blóm blöstu við hér í heimkeyrslunni um daginn þar sem hún gægðist undan víðirunna.

Garðakvistill

IMG_9960Garðakvistill er meðalhár runni sem blómstrar hvítum blómum í júlí. Hann getur tekist á við erfiðar aðstæður og nota má runnann stakstæðan í þyrpingar eða raðir. Klónninn „Kjarri“ hefur komið vel út í samanburðartilraun Yndisgróðurs. Hann fæst hér í Kjarri. Lesa meira

Körfuburkni

IMG_9635Körfuburkninn skartaði sínu fegursta í morgunsólinni. Hann er stór og kraftmikill og getur hentað ágætlega til uppfyllingar á skuggsælum stöðum.

Fallegt blágreni

IMG_9483Sölusvæðið er nú orðið hlaðið trjám og runnum af ýmsum stærðum og gerðum. Töluvert úrval er af stórum  „tilbúnum“ trjám 2-4 metra háum.

 

Lesa meira

Plöntusalan komin vel í gang

IMG_9447Nú eru komin sýnishorn af flestum tegundum á sölusvæðið. Opið verður um helgina frá l0.00 -17.00 og á annan í hvítasunnu. Hér má sjá tilklippt birkitré sem eitt margra trjáa prýðir sölusvæðið í Kjarri.

Hvað gleður augað

IMG_9080Það er margt sem gleður augað þegar allt er að vakna til lífsins nú á vordögum. Töfratréð hefur staðið með blóm í hálfan mánuð og ekkert látið á sjá þó kalt hafi verið á nóttunni. Lesa meira

Myrtuvíðir og rjúpuvíðir

IMG_7831Hér er verið að klippa limgerði af myrtuvíði en þá tegund er hægt að nota stakstæða, í limgerði og einnig er hún mikið notuð til að þekja beð.  Myrtuvíðir er sérstakur að því leiti að hann heldur blöðunum yfir veturinn og er brúnleitur á að líta. Lesa meira

Limgerðisklippingar

IMG_7821Venjan er að klippa limgerðin í gróðrarstöðinni seinnipart vetrar ef veður og aðstæður leyfa. Það viðraði þokkalega einn daginn og þá voru klippurnar gangsettar. Hér má sjá nýklippt limgerði af jörvavíði. Lesa meira

Vetrarmyndir

IMG_7516Vetur konungur ræður ríkjum þessar vikurnar með tilheyrandi veðrabrigðum. Þessar fallegur  myndir voru teknar á nýársdag en þá var nýfallinn snjór yfir öllu. Lesa meira

Gleðileg jól

IMG_7371Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða.

Fjölskyldan Kjarri

Gjafabréf

Kæru viIMG_5121ðskiptavinir.

Gjafabréfin njóta alltaf vinsælda, góð gjöf sem hægt er að gefa við ýmis tækifæri.

 

Kóreukvistur

Kóreukvistur (2)Kóreukvistur er grófgerður skrautrunni sem verður um 1 metri á hæð. Það slær rauðleitum blæ á blöðin þegar hann er í örum vexti fyrripart sumars en svo fær hann gula og rauðleita haustliti. Lesa meira

Glóðarrós, gljásýrena og snækóróna

IMG_6394Þrátt fyrir kalt og erfitt vor þá virðist það ekki hafa haft áhrif á blómgun flestra runna. Hér til hliðar má sjá blóm á gljásýrenu Villa Nova og hér að neðan eru myndir af glóðarrós og snækórónu Þórunni Hyrnu. Lesa meira

Blómstrandi tegundir

IMG_6285Myndirnar voru sem betur fer teknar í gær áður en rokið skall á. Flestar tegundir trjáa og runna blómstra ríkulega þetta sumarið. Hér má sjá Sunnukvist ‘June Bride’ þakinn hvítum blómum. Lesa meira

4. júlí

sölusvæði (2)Þessar myndir voru teknar í gróðrarstöðinni í veðurblíðunni í dag. Margar tegundir eru að blómstra á þessum tíma og gaman að skoða gróðurinn. Lesa meira

Glótoppur

GlótoppurGlótoppur ´Kera´ er grófgerður runni sem verður um 1.5 metrar á hæð. Hann er harðgerður í orðsins fyllstu merkingu. Vindþolinn, skuggþolinn og seltuþolinn. Tilvalinn planta þar sem takast þarf á við erfið veðurskilyrði. Blöð Glótopps eru dimmgræn, frekar stór. Hann blómstrar gulum blómum í blaðöxlum snemma sumars og skartar að haustinu svörtum berjum sem eru töluvert áberandi. Lesa meira

Koparreynir

Koparreynir (4)Koparreynir er tegund sem mér finnst eiginlega eiga heima í hverjum garði. Sannkölluð spariplanta sem sómir sér hvar sem er. Hann er fínlegur með smágerð, koparrlit blöð. Hann blómstrar hvítu snemma sumars og ekki skemma haustlitirnir, dimmkoparrauðir þegar þeir mynda fallegt samspil á móti hvítum berjaklösunum. Lesa meira

Sjón er sögu ríkari

IMG_5327Nú er búið að koma fyrir sýnishornum af flestum tegundum sem til sölu eru á sölusvæðinu.  Úrvalið má sjá hér á síðunni. Opið verðu um helgina og á annan í hvítasunnu. Endilega lítið við, sjón er sögu ríkari. Lesa meira

Plöntusala hafin

IMG_5216Undanfarna daga hefur verið unnið að því að koma fyrir á sölusvæðinu  sýnishornum af flestum tegundum sem í boði eru hér í Kjarri. Plöntusalan er opin á Uppstigningardag og einnig  helgina 16.-17. maí.  Lesa meira

Kuldalegt í morgunsárið

IMG_5121Það var kuldalegt um að litast í morgun þegar út var komið. Ingólfsfjallið hvítt niður í miðjar hlíðar og ‘jólasnjór’ á sitkagreninu sem komið er á sölusvæðið. En veðurspáin segir batnandi tíð framundan og við bara vonum að það gangi eftir.  Lesa meira

Upptaka hafin

IMG_4969Upptaka á hnausplöntum hófst í síðustu viku. Hér má sjá sýnishorn af skrautrunnum, Elinor sýrenu, sveighyrni og fjallarós. Hægt er að afgreiða plöntur eftir pöntunum en sjálft sölusvæðið verður varla tilbúið fyrr en um miðjan maí. Annars ræður tíðarfarið þar mestu um.  Lesa meira

Sveighyrnir ´Roði’

IMG_4313Sveighyrnirinn vakti athygli í sólskininu  en greinar hans skera sig alltaf úr að vetrinum, fallega rauðar. Sveighyrnir er meðalstór runni sem blómstrar hvítum blómum snemma sumars.  Hann fær  rauðleitan blæ á blöðin á haustin. Spariplanta sem kýs sólríkan vaxtarstað og sæmilegt skjól.

Vetrarríki

IMG_3632Vetur konungur hefur ráðið ríkjum síðan í byrjun desember. Töluvert hefur snjóað og voru þessar myndir teknar á nýársdag. Lesa meira

Gleðileg jól

Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða.

Fjölskyldan Kjarri

Jólatré/gjafabréf

Á haustin eru alltaf tekin upp nokkur grenitré sem sett eru í potta. Þessi tré henta vel sem jólatré en hægt er að nota þau bæði innanhúss og utandyra. Margir kjósa að kaupa sér jólatré með framhaldslíf. Lesa meira

Haustgróðursetning

IMG_2348Það er góður kostur að gróðursetja tré og runna að haustinu. Á þeim tíma þarf yfirleitt ekki að hafa áhyggjur af vökvun, plöntunni er komið fyrir á sínum stað þar sem hún vaknar til lífsins að vori og getur hafið rótarvöxt um leið og jörð þiðnar. Lesa meira

Skáldarós og Virginíuheggur

IMG_0749Skáldarós blómstrar í ágúst sterkbleikum blómum eins og sést hér til hliðar. Í góðu skjóli getur hún blómstrað ríkulega. Virginíuheggur er stórvaxinn runni sem verður rauður á laufið þegar líður á sumarið.IMG_2261