Fréttir úr gróðrarstöð

Plöntusala hafin

Það vorar hratt þessa dagana og er plöntusala komin vel af stað. Á sölusvæðið eru komin sýnishorn af flestum tegundum en úrvalið má sjá á plöntulistunum hér á síðunni. Nú er um að gera að líta við því sjón er sögu ríkari. Lesa meira

Gleðilegt sumar

Það vorar hratt og gróðurinn tekur framförum með hverjum deginum. Upptaka á plöntum er hafin og byrjað er að tína á sölusvæðið sýnishorn af harðgerðari tegundum. Sjaldnast er sölusvæðið fullmótað fyrr en um miðjan maí og vonandi gengur það eftir. Hér má sjá blágreni sem bíður upptöku.

Sígrænar tegundir

Sígrænar tegundir lífga alltaf upp á tilveruna þegar vetur konungur ræður ríkjum. Þegar unnið var við að klippa til ýmsar tegundir í gróðurhúsinu um daginn gat ég ekki stillt mig um að taka mynd af vetrartoppnum. Lesa meira

Vetrargræðlingar

Það er rólegt yfir öllu í garðyrkjustöðinni. Græðlingataka af ösp og víði er langt komin en ágætt er að vinna það verkefni á þessum árstíma. Lesa meira

Gleðileg jól

Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða.

Fjölskyldan Kjarri

Jólatré/gjafabréf

Á haustin eru alltaf tekin upp nokkur grenitré sem sett eru í potta. Þessi tré henta vel sem jólatré en hægt er að nota þau bæði innanhúss og utandyra. Margir kjósa að kaupa sér jólatré með framhaldslíf. Lesa meira

Haustgróðursetning

Það er góður kostur að gróðursetja tré og runna að haustinu. Á þeim tíma þarf yfirleitt ekki að hafa áhyggjur af vökvun, plöntunni er komið fyrir á sínum stað þar sem hún vaknar til lífsins að vori og getur hafið rótarvöxt um leið og jörð þiðnar. Lesa meira

Ilmkóróna „Mont Black”

Ilmkórónan blómstraði óvenju seint í sumar miðað við árstíma en það gerir tíðarfarið. Ilmkóróna er þéttur, uppréttur runni sem verður rúmlega einn meter á hæð. Hún er blómviljug og blómstrar stórum hvítum ilmandi blómum. Ilmkórónan þrífst best í góðu skjóli á móti sól en spjarar sig líka vel í hálfskugga og blómstrar þar ríkulega.

Fjallagullregn

Það má með sanni segja að fjallagullregnið hafi gefið garðinum gulan lit en blómgunin var með eindæmum mikil í ár.Fjallagullregn getur orðið 7-10 m hátt og yfirleitt verður það margstofna. Því þarf að ætla því töluvert pláss þar sem því er valinn staður, gjarnan á skjólgóðum stað og þar sem nýtur sólar.  Fjallagullregn þolir þó vel að vaxa í hálfskugga og getur lífgað upp á trjáþyrpingar þegar það skartar sínum gulu blómum. Lesa meira

Það rignir…

Tíðarfarið að undanförnu hefur verið heldur betur votviðrasamt. Spurningin er ekki lengur hvort það rigni á morgun heldur hversu mikið. Þetta eru mikil viðbrigði eftir eindæma sólrík undanfarin þrjú sumur. Nú er ekkert að gera annað en nota regngallann og stígvélin og það er tilvalið að planta því ekki þarf að hafa áhyggjur af að vökva. Veðurguðirnir sjá um það. Lesa meira

Stærsti ,,Keisarinn“

Um daginn var tekin upp stærsta planta sem boðin hefur verið til sölu í Kjarri frá upphafi. Plantan var af tegundinni alaskaösp ,,Keisari“ og var hátt í 4 metrar á hæð. Eggert og Óttar unnu það þrekvirki að ná henni upp og voru kampakátir þegar öspin var tilbúin til flutnings. Nú er það bara spurning hvort einhvern vantar alvöru tré! Lesa meira

Plöntusala komin í gang

Þrátt fyrir að veðrið sé hálf hryssingslegt á köflum er plöntusala komin vel af stað. Sölusvæðið er fullmótað og þar má finna flestar þær tegundir sem upp eru taldar í plöntulistunum á síðunni.  Heilmikið úrval er til af hnausplöntum, birki, öspum, elri, ýmsum reynitegundum, greni, furu og skrautrunnum.  Og að sjálfsögðu eru skógarplönturnar og skrautrunnarnir á sínum stöðum. Lesa meira

Plöntusala hafin

Undanfarna daga hafa starfsmenn keppst við að gera sölusvæðið klárt fyrir vorvertíðina. Nú eru komin sýnishorn af flestum tegundum á svæðið. Mikið er til af plöntum, stórum og smáum. Endilega kíkið við, sjón er sögu ríkari!

Það vorar hægt

Vorið ætlar heldur betur að láta bíða eftir sér þó svo að við megum nú ekki kvarta hér sunnan heiða. Við höfum eiginlega haft sumar í allan vetur hér á Suðurlandi á meðan aðrir landshlutar hafa þurft að takast á við erfiðan vetur.

Það styttist í að plöntusala fari í gang og er undirbúningur í fullum gangi. Plöntur sem voru yfirvetraðar í reitum  koma vel undan vetri og eru dverg- og fjallafuran sérstaklega fallegar. Lesa meira

Það styttist í vorið

Hlýindakaflinn um daginn sem var býsna langur gerði  það að verkum að allmargar tegundir tóku að vakna til lífsins. Alltof snemma miða við dagatalið því vetur konungur á eftir að sína klærnar og gerði það svo sannarlega í síðustu viku. Sáningin frá því  í haust af garðahlyn var byrjuð að kíkja upp úr moldinni  og var hætt komin þegar kólnaði aftur.

Vetrarverkin

Það er rólegt yfir öllu í garðyrkjustöðinni á þessum árstíma. Ekki má þó skilja það svo að ekkert sé við að vera því alltaf er nóg að gera. Lesa meira

Tölvan hrundi

Við urðum fyrir því óláni að tölvan bilaði á Nýársdag og töpuðust þá öll netföng sem þar voru inni. Biðjum við þá sem við höfum verið í tölvusamskiptum við að senda okkur tölvupóst og auðvelda okkur þannig söfnum netfanganna.

Our computer crash on New Year’s Day, and we lost all of our contacts. We ask those that have been in email contact with us to resend us your email addresses.

Lesa meira

Gleðileg jól

Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða.

Fjölskyldan Kjarri

Í nógu að snúast

Haustverkin í gróðrarstöðinni eru alltaf drjúg. Því meira sem hægt er að gera að haustinu því betra, því oftast léttir það á vorverkunum. Víðiplöntur á beði eru rótstungnar og stundum teknar upp og flokkaðar ef tími gefst til. Lesa meira

Haustgróðursetning

Það er góður kostur að gróðursetja tré og runna að haustinu. Á þeim tíma þarf yfirleitt ekki að hafa áhyggjur af vökvun, plöntunni er komið fyrir á sínum stað þar sem hún vaknar til lífsins að vori og getur hafið rótarvöxt um leið og jörð þiðnar. Lesa meira

Fallegar plöntur

Helga fór í heimsókn á Garðyrkjuskólann á Reykjum og skoðaði þar m.a. reit Yndisgróðurs. Þar var margt fróðlegt og fallegt að sjá og fylgja hér með nokkrar myndir af fallegum plöntum. Lesa meira

Svipmyndir úr gróðrarstöðinni

Einn daginn í góða veðrinu þegar Helga hafði lausa stund datt henni í hug að taka sér gönguferð og taka nokkrar myndir í stöðinni. Og til að toppa daginn þá endaði hún í jarðarberjagarðinum.

 

Lesa meira

Í ýmis horn að líta

Að vökva er mikilvægt og tímafrekt starf þetta sumarið en hér í Kjarri hefur varla rignt svo hægt sé að tala um í óratíma. En sem betur fer eru vökvunarkerfin til staðar og nóg vatn svo það er bara að vökva og njóta veðurblíðunnar. Lesa meira

Plöntusala í fullum gangi

Veðrið leikur við okkur alla daga, sólskin og sumarblíða. Það mætti gjarnan rigna aðeins af og til, því tæki gróðurinn fagnandi. Enn á meðan ekki rignir þurfum við að vera vakandi yfir að vökva nýgróðursettar plöntur. Lesa meira

Mikið úrval af fallegum plöntum

Kæru viðskiptavinir, þá er sölusvæðið loksins tilbúið. Það er til mikið af fallegum plöntum, stórum og smáum sem henta bæði í garðinn og sumarbústaðinn. Lesa meira

Bráðum kemur betri tíð – vonandi

Norðanvindurinn og kuldinn hefur leikið menn og gróður grátt síðasta sólahringinn. Vindhraðinn hér undir Ingólfsfjalli sló í 38 m/sek í verstu hviðunum og þótti okkur orðið nóg um. Lesa meira

Allt að verða tilbúið á sölusvæðinu

Fallegar sitkagreniplönturÞessa dagana er verið að raða upp á sölusvæðinu. Sýnishorn af flestum tegundum af hnausplöntum eru komnar á sinn stað og starfsliðið er í óða önn að merkja. En þó að sólin skíni er ennþá næturfrost og því eru viðkvæmari tegundir ekki enn komnar á sinn stað.  Viðskiptavinirnir eru farnir að koma og er mikill ræktunarhugur í fólki.

Gleðilegt sumar

Í gróðrarstöðinni er allt að vakna til lífsins. Gróður kemur vel undan vetri og hægt er að hefja upptöku á plöntum óvenju snemma þar sem lítið sem ekkert frost var í jörðu eftir veturinn.  Þessa dagana er unnið að upptöku á hnausplöntum og víði, sáningu á skógarplöntum og pottun á runnum.  Lesa meira

Ný heimasíða

Loksins er heimasíðan www.kjarr.is orðin að veruleika. Það hefur lengi staðið til að tvinna saman upplýsingar um starfsemina í Kjarri. Með hjálp Sigurðar Sigbjörnssonar, grafísks hönnðar lítur þetta nú dagsins ljós. Lesa meira