Ný heimasíða

Loksins er heimasíðan www.kjarr.is  orðin að veruleika. Það hefur lengi staðið til að tvinna saman upplýsingar um starfsemina í Kjarri. Með hjálp Sigurðar Sigbjörnssonar, grafísks hönnuðar lítur þetta nú dagsins ljós.

Hér má finna upplýsingar um hrossaræktina í Kjarri, yfirlit yfir stóðhesta, hryssur og unghross.  Töluvert vantar af myndum af hrossunum en vonandi tekst okkur að bæta úr því á vordögum.