Fyrsta folald ársins

Í morgun var Snoppa köstuð, brúnni, stórri og fallegri hryssu undan Stála. Hún hefur nú þegar fengið nafnið Saga en heimasætan sá hana út um bílgluggann á leið sinni í sögupróf.Nú er svo verið á vaktinni allan sólarhringinn því Jónína gamla á að fara að kasta en hún fór undir Sæ frá Bakkakoti. Spennan er í hámarki!

Einnig er mikið að gera í sauðburðinum en á síðustu tveimur sólarhringum hafa sex borið, tólf eru óbornar og gamli karlinn þegar orðinn dauðþreyttur á ljósmóðurstörfunum.

Kynbótasýningarnar eru alveg að skella á og stefnt er á að sýna eitthvað af hrossum. Einnig erum við mjög spennt að sjá Stálatryppin sem væntanleg eru í brautina enda draumurinn um heiðursverðlaun enn mögulegur.