Annað folald ársins

Engilráð var köstuð í morgun rauðskjóttum hesti undan Bláskjá frá Kjarri.  Sá skjótti var óstyrkur á sínum löngu fótum til að byrja með en braggaðist fljótt í góða veðrinu.  Spurning hvort hann heldur þessum fallega lit eða verður gráskjóttur.

Tvo hross undan Stála voru sýnd í kyndótadómi í gær, annað á Sörlastöðum en hitt í Þýskalandi og bæði fóru í l. verðlaun. Ágæt byrjun á tímabilinu.