Annir á hestadeildinni

Mikið var um að vera um síðustu helgi á mörgum vígstöðvum. Ragna útskrifaðist úr MR á föstudeginum og eftir athöfnina var hún og Bleikur mynduð í bak og fyrir í sparibúningi.

 

Að myndatöku lokinni var haldið á úrtökumót Ljúfs, Háfeta og Sleipnis þar sem Ragna og Eggert kepptu í ungmennaflokki, Ragna á Skerplu og Eggert á Spóa. Bæði áttu ágætar sýningar og náði Ragna inn á landsmót en Eggert því miður ekki. Hérna er hægt að sjá myndband af Eggerti og Spóa og hér er hægt að sjá Rögnu og Skerplu.

Tinni frá Kjarri tók þátt í úrtöku í A-flokki gæðinga undir stjórn Trausta Þórs Guðmundssonar. Fyrri umferðin gekk ekki sem skyldi en sú seinni mjög vel en var dæmd ógild. Við erum ósammála því og höfum kært úrskurðinn til LH.

Sæðingar hjá Stála ganga vel og er aðsókn mikil. Frjósemin er óvenju góð svona í upphafi vertíðar en af fyrstu tíu hryssunum sem voru sónarskoðaðar eru níu fylfullar. 

Enn fjölgar í stóðinu en Fluga kastaði fífilbleikum hesti undan Stála á sunnudagsmorguninn.