Stáli nýtur vinsælda

Aðsókn undir Stála hefur verið með eindæmum góð og sæðingar ganga vel.  Af 31 hryssum sem sónaðar hafa verið eru 27   fengnar. Sæðingar verða í gangi fram yfir Landsmót.

Íþróttamót Ljúfs og Háfeta var haldið á Vorsabæjarvöllum 16. júní. Eggert og Spói tóku þátt í fjórgangi og tölti. Þeir lentu í fjórða sæti í fjórgangi og gerðu sér svo lítið fyrir og sigruðu töltið með 7.0 í einkunn. Spói hefur sjaldan verið betri.

Trausti og Tinni tóku þátt í fimmgangi. Þeir hlutu 7.0 í aðaleinkunn þar af 8.5 fyrir skeið og sigruðu í sínum flokki.

Stúfur frá Kjarri kom úr tamningu frá Olil og Bergi í síðustu viku. Helgi hefur aðeins stolist á bak á honum síðan hann kom heim og kemur alltaf brosandi til baka. Líklega efnilegur foli. Hann verður í girðingu hjá Jóni í Austvaðsholti í sumar.