Afkvæmi Stála stóðu sig vel á landsmótinu

Mónika frá Miðfelli

Á Landsmótinu í Reykjavík voru sýnd 10 afkvæmi Stála. Sérstaka athygli vöktu fjögra vetra hryssurnar Pála, Hnit og Mónika, allt úrvalshryssur og hlaut Mónika m.a. 9.5 fyrir tölt.

Pála frá Hlemmiskeiði varð efst, Hnit frá Koltursey fjórða og Mónika frá Miðfelli sjötta.

Pála frá Hlemmiskeiði

Í 4. vetra stóðhestunum var Váli frá Efra-Langholti, Stálasonur, í 11. sæti og hlaut m.a. 9 fyrir tölt.

Í flokki 5. vetra stóðhesta voru Arnviður frá Hveragerði og Jarl frá Árbæjarhjáleigu í verðlaunasætum og Þeyr frá Holtsmúla var í verðlaunasæti í flokki 6. vetra, m.a. með 9,5 fyrir skeið.

Það ætlar nú ekki af Bláskjá að ganga. Honum lenti saman við stóðhest nóttina fyrir sýninguna, slasaðist sem betur fer ekki alvarlega en þó nóg til þess að ekki var hægt að sýna hann.

Ragna með Bláskjássynina sína

Stáli er enn í sæðingum og verður til 13. júlí vegna mikillar aðsóknar. Eftir það verður honum sleppt í girðingu.