Stáli komin í girðingu

13. júlí var Stála sleppt í girðingu hér í Kjarri en hann hefur verið í sæðingum síðastliðna tvo mánuði. Fullbókað er í girðingunguna hjá Stála í sumar og komast því miður færri að en vilja.

Páll Stefánsson dýralæknir annaðist sæðingarnar sem gengu í alla staði vel enda kappkosta þeir feðgar Helgi og Eggert að hryssunum líði sem allra best meðan þær eru hér í vist. Það var létt yfir sæðingaliðinu og spenna í Stála þegar hann lagði af stað til að sinna skyldustörfum án aðstoðar.