Rólegt á hestadeildinni

Eggert og Ragna brugðu sér á Geysismót um daginn. Eggert keppti í tölti á Spóa og Ragna í ungmennaflokki á Skerplu og Bleik. Þessar myndir voru teknar á Gaddstaðaflötum.

Stjarna kastaði mósóttum hesti undan Sæ frá Bakkakoti einn góðviðrisdaginn. Hér má sjá Stjörnu og Rögnu dáðst að gripnum sem kunni vel að meta athyglina.