Hestaferð í Selvoginn

Í síðustu viku var slegist í för með Friðriki Þórarinssyni og riðið út í Selvog. Farið var af stað frá Núpum og riðið að Breiðabólstað þar sem hrossin voru geymd yfir nóttina.

Daginn eftir var svo riðið yfir Selvogsheiðina að Vogsósum þar sem hrossin voru í góðu yfirlæti þar til riðið var til baka. Veðrið lék við ferðalangana, bjart í lofti og útsýni til allra átta á Selvogsheiðinni. Gróður skartar nú haustlitum, berjalyngið svignar undan bláberjum en sem betur fer voru margir sem lagt höfðu leið sína í berjamó til að bjarga þessum verðmætum undan haustfrostunum.

 

 

Hemja kastaði á dögunum. Eigandinn, Helga  hafið haldið í þá von að Hemja færði henni vindótta hryssu helst stjörnótta en það brást. Rauðstjörnóttur hestur var það undan Bláskjá.