Smalamennskur

Afréttur Ölfusinga var smalaður um síðustu helgi og tókum við þátt í því að venju. Á laugardegi var smalað svæðið umhverfis Kolviðarhól, Húsmúlinn, Engi- og Marardalur og heiðin milli Hengils og Lyklafells. Réttað er á Kolviðarhóli og féð keyrt til síns heima.

 Á sunnudeginum var smalað svæðið frá Kolviðarhól að Hveragerði. Miðleitarmenn fara um Hellisskarð,Innsta- og Fremstadal, Hellisheiði og Reykjadal en Austurleitarmenn sjá um svæðið ofan við Reykjafjall og koma síðan niður Gufudal og Grensdal. Féð er rekið að í Reykjakoti og keyrt þaðan  í Ölfusréttir.

Veður var eindæma gott báða dagana, sól og blíða og gengu smalamennskurnar vel.  

Að venju var líf og fjör í réttunum.

 
 

Garðar og Gunnar voru að sjálfsögðu brattir í réttunum.

 

 

Lömbin litu vel út eftir sumarið.