Haustdagar

Nú er að koma líf í hestamennskuna aftur. Eftir hefðbundin þrif og málningavinnu í hesthúsinu voru tekin inn hross og nú er orðið hægt að bregða sér á bak. Það er alltaf jafn gaman að taka trippin inn að hausti og fylgjast með hvernig þau fara af stað í tamningu.

Ragna tók skeifnasprettinn á Golu sem er á 6 vetur undan Engilfín og Grun frá Oddhól.

Ungfolarnir Máfur, Starri og Sólbjartur fylgdust spenntir með þegar félagar þeirra Stúfur, Örvar og Sólargeisli voru teknir á hús.