Skemmtiferð

Hrafnkell  á Hrauni bauð okkur hjónum í  úttektarferð á tamningatrippum sem hann á í tamningu hjá Ragnheiði Samúelsdóttur og Jóhanni Ragnarssyni. Í þeim hópi eru tvær hryssur á fjórða vetri frá Kjarri þær Þota og Tildra báðar undan Stála en mæðurnar eru Auðna og Stjarna.

 Hryssurnar komu vel fyrir, voru þægar og meðfærilegar og ekki var annað að heyra á tamningamönnunum en að þeir væru ánægðir með gripina. Það voru stoltir ræktendur og eigandi sem keyrðu austur fyrir fjall að skoðun lokinni.

 

Þota undan Auðnu og Stála

 

Tildra undan Stjörnu og Stála