Í hesthúsinu

Tamningar og útreiðar eru komnar býsna vel á skrið og eru 14 hross á járnum í húsinu. Þetta eru hross á misjöfnu stigi tamningar, hryssur, geldingar og stóðhestar.

Stóðhestarnir sem nú eru á járnum eru Sólargeisli og Oddur á 4. vetri, Örvar og Stúfur á 5. vetri og Spói, reiðhestur Eggerts. Í góðviðrinu um daginn þegar Ragna tók sér hlé frá prófalestri brá hún sér á bak á Stúfi og það fór bara vel á með þeim.

Það þarf fleira að gera en að ríða út. Hér er hluti af stóðinu á leið milli hólfa. Þær eru léttstígar þær gömlu Hemja, Nunna og Fluga enda á leið í hólfið þar sem þeim verður gefið í vetur.