Stúfur, Spói og Jón

Eggert og Ragna brugðu sér á bak Stúfi og Spóa einn rokdaginn um daginn og náðust þá þessar skemmtulegu myndir. Stúfur er á 5 vetur undan Nunnu og Stála og Rögnu finnst hann „bestur“ en Spói er undan Stjörnu og Stála og Eggert heldur honum fyrir sig.

 

Stúfur og Ragna

Spói og Eggert

 

Jón frá Kjarri er í tamningu hjá Olil og Bergi á Syðri- Gegnishólum. Jón er á fjórða vetur undan Jónínu og Álfi en þessar myndir voru teknar þegar John Siiger og Gugger voru í heimsókn hér um daginn m.a. til að líta Jón augum. Það var Ester tamningakona í Syðri-Gegnishólum sem sýndi okkur Jón.

 

Jón og Ester