Vetrarmót

Vetrarleikar FSu fóru fram á Sleipnisvellinum 27. febrúar en þá standa nemendur á hestabraut Fsu fyrir töltkeppni.  Uppákoman er orðinn fastur liður í skólastarfinu í tengslum við Káta daga í skólanum. Keppnin fer fram með frjálslegu sniði, riðið er hægt tölt og fegurðartölt, þrír í hverju holli og úr hópnum valdir átta sem keppa síðan til úrslita. Eggert keppti á Spóa og nældi sér í bikarinn vinsæla.

Fyrsta töltmót Ljúfs og Háfeta þetta árið var haldið 10. febrúar í Þorlákshöfn. Venjan er að mótin fari fram í Reiðhöllinni en vegna framkvæmda þar fór mótið fram utandyra og var riðið fram og aftur á beinni braut. Ágæt þátttaka var í ungmenna- og fullorðinsflokki en gjarnan mætti fjölga í ungri flokkunum.

Ragna og Eggert tóku þátt í ungmennaflokknum á þremur nýliðum í keppni Golu, Gjólu og Rauð en jafnframt var Spói með í för. Allir komu heim reynslunni ríkari.

Ragna á Gjólu

 

Eggert á Rauð

 

Ragna á Golu

 

Eggert á Spóa