Vetrarmót í Eldhestahöllinni

Annað vetrarmót Ljúfs og Háfeta var haldið í reiðhöllinni hjá Eldhestum 2. mars.  Hátt í þrjátíu keppendur tóku þátt í mótinu á öllum aldri og einnig var ágætlega mætt í áhorfendastúkuna. Þetta er fyrsta mótið sem haldið er í Eldhestahöllinni og tókst það vel enda öll aðstaða hjá Eldhestum til fyrirmyndar.

Ragna og Eggert tóku þátt í mótinu á Skerplu, Rauð og Spóa og höfðu gaman af.

Úrslit í unglinga- og ungmennaflokki.Ragna í l.sæti

 

Úrslit í fullorðinsflokki.Björg,Þorsteinn, Eggert,Heiðrún og Guðmundur