Á líðandi stundu

Hópur áhugasamra ræktenda frá Þýskalandi kom í heimsókn til  okkar á páskadag.  Hópurinn var búinn að heimsækja mörg hrossaræktarbú bæði norðan og sunnan heiða. Það var gaman að fá þetta áhugasama fólk í heimsókn og sýna því hvað hér er verið að gera og að sjálfsögðu vildu þau láta taka mynd af sér með Stála sjálfum.

 

Gustur og Glófaxi tóku vel á móti gestunum

 

 

Fálki lét sér fátt um finnast.

 

Einn daginn var tekin út tamningin á Sólargeisla og Sprengju. Sólargeisli er í tamningu í Árbæjarhjáleigu en Sprengja hjá Bylgju Gauksdóttur. Trippunum fer ágætlega fram.

Sólargeisli Bláskjásson

Sprengja Stáladóttir

 

Og í lokin eru nokkrar myndir teknar við hin og þessi tækifæri.

Eggert og Rauður

 

Trausti og Tinni

 

Ragna og Skerpla