Gleðilegt sumar

Fjölskyldan í Kjarri fékk heldur betur ánægjulega sumargjöf. Búið var að bíða eftir að Hagsæld kastaði en hún missti á síðasta ári folaldið sitt í köstun og því fannst okkur réttast að vakta hana. Hagsæld var farin að haga sér undarlega í gærkvöldi og því var ákveðið að skiptast á að fylgjast með henni yfir nóttina. Að sjálfsögðu kastaði Hagsæld á vaktaskiptum og í tungsljósinu rúmlega þrjú fann Helga bleikstjörnótta hryssu sem fengið hefur nafnið Drottning.

 

Mæðgurnar værðarlegar á Sumardagsmorgun

 

 

Drottningin sjálf

 

Helga og Hagsæld stoltar af Drottningu

 

 

Það gekk mikið á þegar fyrsta folald ársins kom í heiminn. Sem betur fer var Helgi á ferð í stóðinu og gat hjálpað Snoppu við að koma stórum móálóttum hesti frá sér. Hlaut hann nafnið Kóngur. Hér á eftir kemur smá myndasaga frá fæðingu hans.

Snoppa að kasta

 

Helgi grípur inn í og hjálpar til á síðustu metrunum

 

Kóngur skoðar heiminn

 

Kóngur fékk svo smá hjálp við að komast á öruggari stað

 

Montinn þriggja daga gamall