Hitt og þetta

Ragna sýndi á dögunum Skerplu frá Kjarri í kynbótadómi. Heilmikil áskorun fyrir Rögnu en þær stöllur þekkjast vel og leystu verkefnið vel af hendi og fengu 8,19 í aðaleinkunn, 8,30 fyrir hæfileika og 8,02 fyrir byggingu. Sannkallaður gleðidagur í Kjarri og virkilega gaman að fylgjast með þeim í kynbótabrautinni.

 

Hryssurnar kasta hver af annari. Einn morguninn voru Engilfín og Baldursbrá báðar kastaðar, Engilfín hestfolaldi en Baldursbrá hryssu. Folöldin voru næstum eins og tvíburar en hryssurnar eru náskyldar í móðurætt og folöldin bæði undan Stála.

Ragna með Bjart og Tíbrá

 

Jóna með brúna hryssu, Sælu undan Arion frá Eystra-Fróðholti

 

Fluga með brúnan hest undan Stála