Draumurinn rættist

Það má með sanni segja að einn af draumum fjölskyldunnar hafi ræst í gær. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að reyna að fá meri undan Stála og Nunnu frá  Bræðratungu. Loksins var heppnin með okkur en úti í mýri fannst gullfalleg vindótt stjörnótt meri sem hefur hlotið nafnið Blásól.