Sæðingar í gangi

Stáli nýtur vinsælda nú sem aldrei fyrr og ganga sæðingar vel. Stefnt er að því að sæðingar verði í gangi langleiðina út júlí en þá verður Stála sleppt í girðingu í Kjarri.

Ferming eignaðist sitt fyrsta folald á dögunum, brúnnösótta hryssu undan Kvisti frá Skagaströnd. Hún var vör um sig og alls ekki tilbúin til að treysta mannfólkinu á þessari stundu.