Maríuerla í 1. verðlaun

Maríuerla frá Kjarri fór í 1. verðlaun á Miðsumarssýningunni á Gaddstaðaflötum sem haldin var fyrir nokkrum dögum. Hún er 5. vetra undan Þóroddi frá Þóroddsstöðum og Stjörnu frá Kjarri.

Hún hlaut 7.89 í byggingu, 8.10 í hæfileikum og 8.02 í aðaleinkunn. Við erum mjög ánægð með þessa hryssu en Janus Eiríksson, sýnandinn, hefur gert góða hluti með hana í vetur og teljum við að hún eigi mikið inni og verður spennandi að sjá hvað skeður næsta vor!