Féð sótt af fjalli

Smalamennskur í Ölfusi fóru fram um síðustu helgi í blíðskaparveðri. Það smalaðist mjög vel og fengum við allar okkar kindur nema eina. Alltaf er gaman að fá kindurnar heim, skoða lömbin og gleðja þær með nokkrum brauðbitum. Við reyndum einu sinni að gefa þeim grænmeti og kál en það leist þeim ekkert á!

Kóróna stendur stolt með lömbin sín.

 

Hvítasunna með erfðafræðilega gullklumpinn sinn en hún er grámórauð botnótt.

 

Stundum er einfaldlega fljótlegra að stinga hausnum í dallinn í staðinn fyrir að láta mata sig.

 

Mura með sín litríku lömb.

 

Helga komin heim með smalahestana.