Haustdagar

Fátt ber til tíðinda í hestamennskunni í Kjarri þessa dagana. Þó er búið er að taka inn nokkur hross og til stendur að taka inn fleiri á næstu dögum.Trippin voru rekin heim um daginn og vildi Glófaxi ólmur fá smá athygli. Glófaxi  er á öðrum vetri undan Engilbrá og Bláskjá. Hann er litfallegur, rólegur og yfirvegaður og vill gjarnan spjalla þegar tækifæri gefst.