Reiðhallarbygging

Í norðan næðingi og illviðri hér undir Ingólfsfjalli hefur fjölsylduna í Kjarri oft dreymt um notalega inniaðstöðu til þjálfunar á hrossum. Í ágúst var tekin sú ákvörðun að láta þennan draum rætast og var fyrsta skóflustungan að reiðhallarbyggingu tekin 5. október.


 

Það var að sjálfsögðu Eggert Helgason sem tók fyrstu skóflustunguna en síðan tóku Fossvélamenn við og sáu um alla jarðvinnu. Sökklar voru gerðir á methraða af fyrirtæki Jóns Albertssonar, Laska ehf og Grími Jónssyni  og fyrsta límtréssperran var reist 29. nóvember af Kára Arnórssyni sem sér um að reisa húsið og ganga frá því.  Fyrirhugað er að húsið verði tilbúð til notkunar um áramótin.

 

Kári, Helgi og Eggert leggja á ráðin

 

Eggert tekur fyrstu skóflustunguna 5. október

 

Helgi, Helga og Eggert.  „Hálfnað er verk þá hafið er“

 

Sökkullinn að verða tilbúinn

 

Tengibyggingin risin

 

Byrjað að reisa 29. nóvember