Reiðhöllin risin

Þá er höllin risin. Eftir barning við vind, éljagang og snjókomu tókst að reisa og loka höllinni rétt fyrir jól. Rafmagnið er komið en gólfið þarf að þiðna og þorna áður en hægt er að ganga frá því endanlega. Ýmis frágangur er eftir en vonandi verður höllin komið í gagnið um miðjan janúar.