Fréttir úr hesthúsinu

Þessar myndir voru teknar af Heppni frá Kjarri þegar fjölskyldan tók út tamninguna hjá Janusi Eiríkssyni. Heppni hefur verið í tamningu hjá Janusi í vetur. Hún er á 4 vetri undan Nunnu frá Bræðratungu og Huginn frá Haga. Janus lét vel af gripnum, hún kemur vel til, er léttstíg og flugviljug.

 

Vetrarleikar Fsu voru haldnir 26. febrúar á Brávöllum. Mótið er orðinn fastur liður í starfi skólans og haldið í tengslum við Káta daga. Keppnin er með frjálslegu sniði, þrír eru í hverju holli og riðið hægt tölt og fegurðartölt.  Um 30 keppendur tóku þátt í mótinu að þessu sinni og kepptu sjö til úrslita í lokin. Eggert keppti á Stúfi frá Kjarri og urðu þeir félagar í þriðja sæti. Það var ánægjulegt að sjá hversu unga fólkið er vel ríðandi og leysir sín verkefni vel af hendi.