Sörlafélagar í heimsókn

Í dag kíktu Sörlafélagar úr Hafnarfirði í heimsókn í hesthúsið. Þeir voru í árvissri kynbótaferð og nú lá leiðin austur í sveitir. Gestirnir tóku út hesta- og húsakost í Kjarri og Ragna og Eggert brugðu sér á bak og sýndu reiðhesta sína. Þetta var ángæjuleg morgunstund, takk fyrir komuna Sörlafélagar.