Úlfareynir

Úlfareynirinn skartaði sínum bleiku blómum í veðurblíðunni í morgun. Hann verður 2-3 m á hæð, oftast margstofna. Úlfareynir er til hjá okkur í ýmsum stærðum. Hann hentar mjög vel sem stakstætt tré í heimagarði því hann verður ekki stór en einnig á skjólgóðum stað í sumarbústaðalandinu.