Eggert og Ragna komin á Landsmót

Eggert og Ragna gerðu góða ferð á Selfoss um síðustu helgi og náðu sér bæði í Landsmótsfarmiða á sameiginlegri úrtöku Sleipnis, Ljúfs og Háfeta. Ragna átti ágæta sýningu en margt má bæta hjá henni og Maríuerlu en Eggert og Stúfur stóðu sig vel. Þeir fengu 8,28 í forkeppni og urðu svo í 2. sæti í úrslitum með 8,49.