Stáli hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi

Eftir nokkra bið eftir nýju kynbótamati kom í ljós að Stáli hélt sínum 121 stigum og verður því sýndur til heiðursverðlauna fyrir afkvæmi á komandi landsmóti. Hann er í 2. sæti á eftir Vilmundi frá Feti sem hlýtur Sleipnisbikarinn í ár. Það þarf vart að nefna að fjölskyldan í Kjarri er í skýjunum yfir þessum árangri. 

Það er spennandi landsmót framundan hjá okkur. Við eigum tvær hryssur sem koma fram í kynbótasýningu, Viðju og Sprengju, og einnig munu Ragna og Eggert keppa í ungmennaflokki. Hápunkturinn verður svo þegar afkvæmi Stála verða sýnd um hádegi á sunnudag.

Hökkum til að sjá ykkur öll hress og kát á Gaddstaðaflötum!