Gultoppur

Gultoppur býr yfir mörgum góðum eiginleikum. Hann er harðgerður, vind- og skuggþolinn og getur því tekist á við ýmis verkefni. Gultoppur blómstrar gulu í blaðöxlunum og fær rauð ber. Hann er fallegur bæði stakstæður og í runna og hentar vel hvort sem er í heimagarð eða sumarbústaðaland.