Folaldavaktin búin

Nú eru öll folöld fædd í Kjarri þetta árið. Stjarna kom með gullfallegan rauðglófextan hest undan Stála og Engilbrá kom með brúna meri undan Konsert frá Korpu. Skerpla kastaði einnig sínu fyrsta folaldi og kom með litla mósótta meri undan Jóni frá Kjarri.

Stjarna með Glókoll sinn

Helgi og Engilbrá með brúna Konsertsdóttur

Skerpla montin með frumburðinn