Landsmóti lokið

Þá er landsmóti 2014 á Gaddstaðaflötum lokið og lífið farið að ganga sinn vanagang. Þar var Stáli sýndur til heiðursverðlauna fyrir afkvæmi og tók öll fjölskyldan sem staðsett var á landinu þátt. Eggert var á Stúfi frá Kjarri, Helga á Bleik frá Kjarri og Ragna reið Aski frá Laugamýri. Helgi kom svo með Stála í taumi og tók á móti viðurkenningunni. Sýningin gekk vel í alla staði og viljum við þakka öllum sem að henni komu og hjálpuðu til við að gera þennan dag ógleymanlegan.

Eggert og Stúfur í flottri sveiflu

 

Helga og Bleikur

 

Ragna og Askur frá Laugamýri

 

Helgi skælbrosandi með Stála sinn