Íslandsmót

IMG_0578Ragna og Eggert skelltu sér á Íslandsmótið sem haldið var fyrir nokkru. Eggert fór með Stúf í tölt og stóðu þeir kappar sig vel, lentu í 17. sæti með 6,37 sem verður að teljast nokkuð gott þar sem þetta var fyrsta alvöru töltkeppnin hjá þeim. Ragna og Maríuerla þreyttu sína frumraun í fimmgangi en skeiðsýningin mistókst og einkunnin eftir því.

IMG_0534

 

Ragna keppti einnig á Stórmóti Geysis um síðustu helgi en hún fékk Stúf lánaðan hjá bróður sínum. Þeim gekk ljómandi vel og lentu í 2. sæti í ungmennaflokki.

IMG_0642

 

IMG_0655