Vetrarstarfið

IMG_4153Það má með sanni segja að tíðarfarið sé þreytandi á köflum, vindurinn er alltaf að flýta sér og oft leiðinda reiðfæri. Það er gott að geta nýtt sér reiðskemmuna þennan veturinn og hafa tamningar gengið með ágætum. Hér er Eggert á Sólbjarti á vetrarmóti Sleipnis.

Það var glatt á hjalla hjá Háfetamönnum föstudagskvöldið 27.febrúar í reiðhöllinni en þar fór fram þrígangsmót. Nokkrir Ljúfsfélagar sóttu Háfetamenn heim og tóku þátt í mótinu sem var hin besta skemmtun. Ragna bar sigur úr bítum á Maríuerlu frá Kjarri.

Úrslit í þrígangi

Úrslit í þrígangi

 

 

Og að lokum er hér mynd af Oddi frá Kjarri en hann er í þjálfun hjá Ragnheiði Samúelsdóttur.

Ragga og Oddur

Ragga og Oddur