Koparreynir

Koparreynir (4)Koparreynir er tegund sem mér finnst eiginlega eiga heima í hverjum garði. Sannkölluð spariplanta sem sómir sér hvar sem er. Hann er fínlegur með smágerð, koparrlit blöð. Hann blómstrar hvítu snemma sumars og ekki skemma haustlitirnir, dimmkoparrauðir þegar þeir mynda fallegt samspil á móti hvítum berjaklösunum.

Koparareynirinn er marggreinóttur runni sem getur orðið 2-4 metra hár og svipað í þvermál. Hann þolir vel klippingu þannig að hægt er að forma einstakar plöntur að vild og einnig er hægt að nota hann í limgerði.

Koparreynir er í raun harðgerður en þar sem hann laufgast snemma getur hann orðið fyrir skemmdum að vorinu ef síðbúið vorhret ríður yfir. Því er æskilegt að staðsetja hann gjarnan í skjóli fyrir norðanáttinni.

Koparreynir í limgerði í garði á Selfossi

Limgerði sem plantað var fyrrasumar í Kjarri

Limgerði sem plantað var fyrrasumar í Kjarri

Koparreynir