Hestamót og folöld

IMG_5904Það er búið að vera mikið um að vera síðustu viku. Eggert og Stúfur tóku þátt í Íþróttamóti Spretts sem var einnig úrtaka fyrir Heimsmeistaramótið í Herning. Þeim félögum gekk mjög vel þó þeir hafi ekki náð í landsliðið að þessu sinni en þeir enduðu í öðru sæti í töltúrslitum með 7.22. 

Stúfur og Eggert

Stúfur og Eggert

Á sunnudagsmorguninn var Stjarna köstuð stórum fífilbleikum hesti, sjötta hestfolaldið undan henni og Stála. Hann fékk nafnið Bliki.

Bliki frá Kjarri, Stálasonur

Bliki frá Kjarri, Stálasonur

Eggert með Stjörnu og Blika

Eggert með Stjörnu og Blika