Glótoppur

GlótoppurGlótoppur ´Kera´ er grófgerður runni sem verður um 1.5 metrar á hæð. Hann er harðgerður í orðsins fyllstu merkingu. Vindþolinn, skuggþolinn og seltuþolinn. Tilvalinn planta þar sem takast þarf á við erfið veðurskilyrði. Blöð Glótopps eru dimmgræn, frekar stór. Hann blómstrar gulum blómum í blaðöxlum snemma sumars og skartar að haustinu svörtum berjum sem eru töluvert áberandi.

Tegundin hentar stakstæð en einnig er hægt að nota hann í limgerði. Glótoppur vex mjög hratt þannig að nauðsynlegt er að vera með klippurnar á lofti ef forma á hann í limgerði eða kúlu.

Til er lágvaxið afbrigði af Glótopp  ´Marit´  sem verður tæpur meter á hæð. Það er harðgert og  blómviljugt og hentara vel við erfiðar aðstæður og á skuggsæla staði.

Glótoppur ´Marit´í haustbúningi

Glótoppur ´Marit´í haustbúningi

Glótoppur ´Marit´ í haustbúningi

Glótoppur ´Marit´ í haustbúningi