Íslandsmót

11759071_10206232086415120_1767483482_nEggert gerði góða ferð á Íslandsmótið sem haldið var á svæði hestamannafélagsins Spretts. Hann fór með Spóa í fimmgang og komust þeir í B-úrslit þar sem þeir enduðu í 8. sæti. Eggert og Stúfur fóru lengri leiðina í A-úrslitin en þeir unnu sig upp úr B-úrslitum og enduðu í 2. sæti með einkunnina 7,61. Það var virkilega gaman að fylgjast með þeim félögunum og sjá hvað þeir hafa tekið miklum framförum síðan í vetur.