Kóreukvistur

Kóreukvistur (2)Kóreukvistur er grófgerður skrautrunni sem verður um 1 metri á hæð. Það slær rauðleitum blæ á blöðin þegar hann er í örum vexti fyrripart sumars en svo fær hann gula og rauðleita haustliti.

Hann blómstrar í júlí, tignarlegum, bleikum blómsveipum og sveipirnir njóta sín einnig langt fram eftir hausti.  Kóreukvisturinn kýs sólríkan vaxtarstað og góðan jarðveg. Tegundin er harðgerð en við síðri aðstæður blómstrar hann heldur minna.

Kóreukvistur fyrri hluta sumars