Vetrarstörfin

IMG_7576Vetrarstarfið fer vel af stað og eru 16 hross á járnum hér í Kjarri. Nokkur tamningatrippi en önnur eldri og lífsreyndari. Það hefur komið sér vel að hafa inniaðstöðuna það sem af er vetri því veður hafa oft verið válynd. 

Það er góð hreyfing fyrir hrossin að fá að hlaupa laus í rekstri af og til og notum við þann þjálfunarmöguleika töluvert.

Reksturinn á heimleið

Reksturinn á heimleið

 

Cora leit við á dögunum með Kötlu og Kormák.  Börnin fengu að bregða sér á bak höfðingjanum Þrym sem tók vel á móti þeim.

Cora og fjölskylda

Cora og fjölskylda

 

Katla og Þrymur

Katla og Þrymur