Limgerðisklippingar

IMG_7821Venjan er að klippa limgerðin í gróðrarstöðinni seinnipart vetrar ef veður og aðstæður leyfa. Það viðraði þokkalega einn daginn og þá voru klippurnar gangsettar. Hér má sjá nýklippt limgerði af jörvavíði.

Í limgerðunum í gróðrarstöðinni eru m.a.  ýmsar gerðir víðitegunda. Yfirleitt eru þær klipptar einu sinni á ári, seinnipart vetrar. Stundum getur þó þurft að klippa limgerðin að sumrinu ef vöxtur er mikill. Hér má sjá mannhæðar háan tröllavíði sem haldið hefur verið í þessari hæð í fjölda ára. Limgerðið myndar þéttan fallegan vegg sem veitir  skjól gróðrinum í kring.  Eins og sjá má var sumarvöxturinn töluverður.

 

Tröllavíðir sem bíður klippingar

Tröllavíðir sem bíður klippingar