Myrtuvíðir og rjúpuvíðir

IMG_7831Hér er verið að klippa limgerði af myrtuvíði en þá tegund er hægt að nota stakstæða, í limgerði og einnig er hún mikið notuð til að þekja beð.  Myrtuvíðir er sérstakur að því leiti að hann heldur blöðunum yfir veturinn og er brúnleitur á að líta.

Hér er vetrar- og sumarmynd af sama limgerðinu. Neðst má sjá myrtuvíði, síðan rjúpuvíði og ofar gulvíði. Þessar tegundir eru allar fíngerðar og geta hentað í lágvaxin limgerði. Myrtuvíðirinn dimmgrænn, rjúpuvíðirinn gráleitur og gulvíðirinn ljósgrænn.

 

IMG_7788

IMG_6408